Neikvætt mat á HB Granda

Capacent verðmetur HB Granda á 37 milljarða króna.
Capacent verðmetur HB Granda á 37 milljarða króna. Kristinn Magnússon

Ráðgjafafyrirtækið Capacent lækkar verðmat sitt á sjávarútvegsfyrirtækinu HB Granda um 3% frá fyrra mati. Metur Capacent HB Granda í nýju verðmati á 272 milljónir evra, um 37 milljarða króna, en eldra verðmat hljóðaði upp á 278 milljónir evra. Nemur verðmatsgengið 20,3 kr. á hlut í stað 21 kr.

Verðmat Capacent er 34% lægra en markaðurinn metur fyrirtækið á skv. gengi þess í Kauphöll. Markaðsvirði þess á degi verðmats nam 56 milljörðum króna.

„Erfitt er að sjá hvernig hægt er að fá núverandi markaðsverð miðað við hefðbundið sjóðstreymisverðmat. Þrátt fyrir sífellt lakari rekstur og verri rekstraraðstæður hefur markaðsgengi Granda heldur verið að hækka. Á sama tíma hefur verðmatsgengið verið að lækka,“ segir greinandi Capacent.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK