Opna verksmiðju í Wales

Kaupfélagið sér tækifæri í skyrframleiðslu á erlendum mörkuðum.
Kaupfélagið sér tækifæri í skyrframleiðslu á erlendum mörkuðum. Ljósmynd/Aðsend

Kaupfélag Skagfirðinga á helmingshlut í nýrri 500 milljóna króna skyrverksmiðju í Swansea í Wales, sem getur framleitt sjö þúsund tonn af skyri á ári.

Hyggst Kaupfélag Skagfirðinga hefja framleiðslu á Ísey skyri næstkomandi haust, í samstarfi við þarlendan aðila. Þetta kemur fram í ítarlegu samtali ViðskiptaMoggans við Þórólf Gíslason kaupfélagsstjóra.

Tildrög málsins eru þau að sögn Þórólfs, að Mjólkursamsalan hóf útflutning á Skyri til Bretlands í febrúar árið 2016, en frá þeim tíma hefur MS séð sjálft um sölu- og markaðssetningu í Bretlandi og á Írlandi. Skyrið er nú til sölu í verslanakeðjunum Aldi, Waitros og Costco og mun bráðlega einnig fást í Marks og Spencer. Áætlað er að sögn Þórólfs, að salan verði yfir 1.000 tonn á líðandi ári, í nokkrum bragðtegundum.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK