Skuldir WOW air ekki ástæðan

Björn Óli Hauksson, fyrrverandi forstjóri Isavia. Tilkynnnt var í gær …
Björn Óli Hauksson, fyrrverandi forstjóri Isavia. Tilkynnnt var í gær að hann væri hættur og léti þegar af störfum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skuldir WOW air við Isavia eru ekki ástæða þess að Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia lét af störfum í gær. Þetta hefur fréttastofa RÚV eftir Orra Haukssyni stjórnarformanni Isavia, sem var kjörinn nýr inn í stjórnina á síðasta aðalfundi, en greint var frá því í Morgunblaðinu í morgun að skuldir WOW air við Isavia hafi numið tæpum tveimur milljörðum króna í lok síðasta mánaðar.

Tilkynnt var í gærkvöld að Björn Óli væri hættur og að hann léti þegar í stað af störfum. Heimildir Morgunblaðsins herma hins vegar að Birni Óla hafi verið sagt upp störfum samkvæmt ákvörðun stjórnar félagsins þar um.

Hefur RÚV eftir Orra að samkomulag hafi náðst milli Björns Óla og stjórnar um brotthvarf hans úr starfi. Enginn starfslokasamningur hafi verið gerður við Björn Óla, heldur sé farið eftir ráðningarsamningi hans og að um hann ríki trúnaður. Laun Björns Óla voru um 2,1 milljón króna á mánuði í fyrra að því er fram hefur komið í Kjarnanum. 

Einungis er tæpur mánuður liðinn frá því að Ingimundur Sigurpálsson lét af starfi stjórnarformanns á aðalfundi félagsins, en hann hafði þá sinnt því starfi í sex ár. Vék hann um leið úr stjórn, en Orri Hauksson tók hans stað.

Þá boðaði Björn Óli um síðustu mánaðamót hagræðingu í starfsemi Isavia og fækkun sumarstarfsfólks á Keflavíkurflugvelli í kjölfar gjaldþrots WOW air fyrr í vor.

Elín Árnadóttir aðstoðarforstjóri og Sveinbjörn Indriðason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, munu annast daglegan rekstur félagsins þar til nýr forstjóri verður ráðinn.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK