Starfsfólki Bernhard ehf. sagt upp

Í sýningarsal Bernhard í Vatnagörðum.
Í sýningarsal Bernhard í Vatnagörðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meirihluta starfsmanna Bernhard ehf. var sagt upp í aðdraganda kaupa bílaumboðsins Öskju á þeim hluta reksturs Bernhard sem fer með Honda-umboðið á Íslandi. Bílaum­boðið Bern­h­ard ehf. hef­ur haft umboðið fyr­ir jap­anska fram­leiðand­ann frá ár­inu 1962.

Samkvæmt frétt Vísis missti starfsfólk á skrifstofu, langflestir sölumenn og markaðsfólk vinnuna. 

Í ársreikningi Bernhard fyrir árið 2017 kemur  fram að tap fé­lags­ins hafi numið 371,4 millj­ón­um króna en árið 2016 skilaði fyr­ir­tækið 25 millj­óna króna hagnaði. Þá var eigið fé fé­lags­ins nei­kvætt um 24,4 millj­ón­ir króna árið 2017.

Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að viðræður við eigendur Bernhard hefðu staðið yfir í nokkurn tíma. Verið sé að aflétta fyrirvörum og málin muni skýrast að fullu á næstu vikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK