Sykurlaust kók á íslensku

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Breytingar hafa verið gerðar á einu af vörumerkjum Coca cola á Íslandi. Coca cola Zero Sykur, klæðist hinum klassíska rauða lit og tekur upp nýtt nafn: Coca cola án sykurs.

„Breytingunni er ætlað að auðvelda val fyrir neytendum sem velja sér nú einfaldlega Coca cola, með eða án sykurs,“ er haft eftir Magnúsi Viðari Heimissyni, vörumerkjastjóra Coca cola á Íslandi, í tilkynningu. 

Hann tekur fram að innihaldið breytist ekki að öðru leyti.

Á sama tíma verða breytingar á dósunum sjálfum, sem verða nú hærri og mjórri en áður. Án sykurs dósin verður með svartri línu efsti á dósinni og svörtum hring á miða á plastflöskum auk þess sem tappinn verður svartur.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir