Vilja reisa 24 vindmyllur í Dalabyggð

Vindmyllur. Mynd úr safni.
Vindmyllur. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Storm Orka hefur lagt fram tillögu til Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum á 80 til 130 MW vindorkuveri að Hróðnýjarstöðum í Dalabyggð. Um er að ræða allt að 24 vindmyllur næðu hæst 180 metra upp í loftið.

Verkefnið er nálægt vindorkugarði sem EM Orka áformar að reisa í landi Garpdals við Gilsfjörð í Reykhólahreppi.

Í ljósi hæðar vindmyllanna getur áhrifasvæði framkvæmdarinnar hvað varðar sýnileika verið stærra en afmörkun athugunarsvæðis gefur til kynna. Því er gert ráð fyrir að athugunarsvæði vegna sjónrænna áhrifa nái í allt að 40 km fjarlægð frá endanlegu framkvæmdasvæði.

Tillaga Storms Orku hefur verið lögð fram hjá Skipulagsstofnun þar sem hún er aðgengileg til kynningar. Hægt er að leggja fram athugasemdir til og með 2. maí.

Þar kemur fram að óljóst sé hversu margar vindmyllurnar verða ef leyfi fæst. Það veltur á lokahönnun vindorkugarðsins en hún er sögð velta á ýmsum þáttum sem ekki liggi fyrir að svo stöddu.

Gert er ráð fyrir 24 vindmyllum miðað við núverandi tækni og að flutningskerfið beri 85 megavatta virkjun. Tekið er fram að tækninni gæti fleygt fram og því megi búast við því að 18 vindmyllur dugi til að framleiða þessa raforku.

Einn til tveir hektarar lands fara undir vindmyllurnar en alls þarf að leggja 14 kílómetra vegi vegna verkefnisins. Alls eru Hróðnýjarstaðir 1.700 hektarar að stærð. 

Áætlað er að rannsaka mun stærra landsvæði innan landamerkja Hróðnýjarstaða vegna verkefnisins en mun á endanum verða notað undir vindorkugarðinn. Þetta er gert til að hanna megi verkefnið með hliðsjón af þeim niðurstöðum sem koma úr rannsóknum sem gerðar verða á svæðinu.

Storm Orka er ungt íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og uppbyggingu verkefna í endurnýjanlegri orku. Stefna fyrirtækisins er að framleiða orku með lágmarks neikvæðum umhverfisáhrifum, í nánu samstarfi við nærumhverfið, samfélaginu öllu til hagsældar. Að baki Storm Orku standa bræðurnir Magnús og Sigurður Jóhannessynir.

Þeir festu kaup á landi Hróðnýjarstaða í Dölum í Dalasýslu með það fyrir augum að kanna möguleika á nýtingu vindafls til raforkuvinnslu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir