Gegn samruna í ferðaþjónustu

Flúðasiglingar á Hvítá eru meðal viðfangsefna Arctic Adventures.
Flúðasiglingar á Hvítá eru meðal viðfangsefna Arctic Adventures. mbl.is/Sigurður Sigmundsson

Leiðsögn, stéttarfélag leiðsögumanna, sendi Samkeppniseftirlitinu bréf í liðinni viku þar sem félagið lagðist harkalega gegn samruna Arctic Adventures við félögin Into the Glacier, Skútuslingar, Óbyggðasetur og Welcome Entertainment. Í bréfinu, sem undirritað er af Indriða H. Þorlákssyni, formanni félagsins, segir að samruninn muni hafa skaðleg áhrif á markaðinn fyrir ferðaþjónustu og það sé áhyggjuefni þar sem „aukin stærð og markaðsstyrkur Arctic Advenutres hafi hingað til leitt til þess að gæðum ferðaþjónustunnar hefur hrakað í hlutfalli við vaxandi styrk fyrirtækisins“. Þá segir félagið að reynslan af samruna Arctic Adventures og Extreme Iceland árið 2017 hafi gefið vonda raun. Þá hafi öllum fastráðnum leiðsögumönnum EI verið sagt upp störfum þar sem þeir hafi verið á of háum launum.

„Fjöldi starfsmanna hjá Arctic Adventures hefur leitað til Leiðsagnar – stéttarfélags leiðsögumanna með kvartanir vegna vanefnda fyrirtækisins á kjarasamningi. Hefur m.a. komið fram í þeim málum að fyrirtækið skráir starfsmenn, fyrst og fremst erlenda, í stéttarfélög sem ekki fara með kjarasamninga fyrir störfin og segja sér hótað með starfsmissi leiti þeir til félagsins.“ Þá segir félagið í bréfi sínu að hætt sé við því að sameinað og stærra félag muni beita sér enn harðar á markaðnum í kjölfar samrunans og með því halda kjörum leiðsögumanna og starfsmanna niðri og þannig skapa sér „stöðu til að beita félagslegum undirboðum í samkeppni við aðra aðila á markaði“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK