Hagnaður Boeing dróst saman um 13,2%

AFP

Hagnaður bandaríska flugvélaframleiðandans, Boeing, dróst saman um 13,2% á fyrsta ársfjórðungi frá fyrra ári og nam 2,1 milljarði Bandaríkjadala. Á ársfjórðungnum voru allar  737 MAX þotur frá fyrirtækinu kyrrsettar í kjölfar tveggja flugslysa sem kostuðu fleiri hundruð farþega lífið. 

Tekjur Boeing drógust saman um 2% og voru 22,9 milljarðar dala enda engar 737 MAX þotur afhentar undanfarnar vikur. Boeing hefur ákveðið að draga til baka fyrri spá um afkomu ársins og vísar til óvissu í tengslum við 737 MAX.

10. mars fórst farþegaþota Ethiopian Airlines og í október þota Lion Air. Samanlagt létust 346 í þessum flugslysum. Unnið er að endurskoðun á sjálfstýrðum stjórnkerfum Boeing 737 MAX þotunnar en vinna við endurbætur á MCAS-kerfinu hófst í kjölfar flugslyss Lion Air þotunnar. Boeing hefur farið í yfir 135 tilraunaflug á 737 MAX þotum við endurskoðunina og starfar með alþjóðlegum eftirlitsaðilum og flugfélögum að endurbótum. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK