Nýir eigendur að Emmessís

Emmessís.
Emmessís.

Ísgarðar ehf., félag í eigu Pálma Jónssonar, og Hnetutoppur ehf. undirrituðu í gær með sér samning um kaup hins fyrrnefnda á 89% hlut í Emmessís ehf. Félag í eigu Gyðu Dan Johansen mun áfram eiga 9% í fyrirtækinu. 

Pálmi Jónsson mun taka við sem framkvæmdastjóri félagsins. Ásamt honum mun ný stjórn verða skipuð þeim Gyðu Dan Johansen og Hildi Leifsdóttur lögmanni.

Áætlaður rekstrarhagnaður félagsins fyrir 2018 nemur 64 milljónum króna. Kaupverð hlutafjár er trúnaðarmál og hefur þegar verið greitt seljendum. Ísgarðar ætla að auka hlutafé félagsins.

Emmessís var stofnaður 12. maí 1960 og starfa um 30 manns hjá fyrirtækinu. 

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir