Segja niðurstöðuna sæta furðu

Fram kemur í tilkynningunni að Arion banki, eigandi Valitor, sé …
Fram kemur í tilkynningunni að Arion banki, eigandi Valitor, sé fjárhagslegur bakhjarl félagsins í málinu. mbl.is/Eggert

Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem Valitor var dæmt til að greiða Suns­hine Press Producti­ons (SSP) og Datacell, rekstr­ar­fé­lagi Wiki­leaks, 1,2 millj­arða króna í bæt­ur fyr­ir að hafa lokað greiðslugátt þeirra fyr­ir Wiki­leaks í 617 daga, sætir furðu.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Valitor eftir að dómur var kveðinn upp í dag.

Þar segir að SPP hafi aldrei átt í neinu viðskiptasambandi við Valitor. Auk þess hafi SPP aldrei haft nema hverfandi tekjur en hafi engu að síður gert margra milljarða dómkröfur á hendur fyrirtækinu.

„Valitor hefur frá upphafi bent á að enginn grundvöllur sé fyrir kröfugerð SPP en meirihluti héraðsdóms kemst að annarri niðurstöðu í dag. Hins vegar skilaði einn þriggja dómara séráliti og vildi sýkna Valitor alfarið enda hafi ekkert tjón verið sannað,“ segir í tilkynningunni.

Valitor fer yfir niðurstöðu dómsins og mun væntanlega áfrýju málinu til Landsréttar.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK