Segja niðurstöðuna sæta furðu

Fram kemur í tilkynningunni að Arion banki, eigandi Valitor, sé …
Fram kemur í tilkynningunni að Arion banki, eigandi Valitor, sé fjárhagslegur bakhjarl félagsins í málinu. mbl.is/Eggert

Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem Valitor var dæmt til að greiða Suns­hine Press Producti­ons (SSP) og Datacell, rekstr­ar­fé­lagi Wiki­leaks, 1,2 millj­arða króna í bæt­ur fyr­ir að hafa lokað greiðslugátt þeirra fyr­ir Wiki­leaks í 617 daga, sætir furðu.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Valitor eftir að dómur var kveðinn upp í dag.

Þar segir að SPP hafi aldrei átt í neinu viðskiptasambandi við Valitor. Auk þess hafi SPP aldrei haft nema hverfandi tekjur en hafi engu að síður gert margra milljarða dómkröfur á hendur fyrirtækinu.

„Valitor hefur frá upphafi bent á að enginn grundvöllur sé fyrir kröfugerð SPP en meirihluti héraðsdóms kemst að annarri niðurstöðu í dag. Hins vegar skilaði einn þriggja dómara séráliti og vildi sýkna Valitor alfarið enda hafi ekkert tjón verið sannað,“ segir í tilkynningunni.

Valitor fer yfir niðurstöðu dómsins og mun væntanlega áfrýju málinu til Landsréttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK