Tesla verður á Krókhálsi

Tesla opnar útibú á Íslandi á næstunni.
Tesla opnar útibú á Íslandi á næstunni. AFP

Rafbílaframleiðandinn Tesla hyggst á næstunni koma verslun sinni fyrir í húsnæði á Krókhálsi þar sem Bílaumboðið Askja og Bílabúð Benna eru til húsa fyrir. Algengt er að bílaframleiðendur hnappi sig saman á svipuðum slóðum.

Í janúarmánuði síðastliðnum stofnaði Tesla íslenskt eignarhaldsfélag, Tesla Motors Iceland ehf., og staðfesti Norðmaðurinn Even Sandvold Roland, fulltrúi Tesla í Noregi, í frétt Morgunblaðsins í febrúar að fyrirtækið ynni að opnun hér á landi. Samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans mun Tesla leigja aðstöðu af fasteignafélaginu Krókhálsi 13 ehf., sem einnig á eign sem Askja leigir. Er fasteignafélagið í meirihlutaeigu Hjörleifs Þórs Jakobssonar og Hjördísar Ásberg. Roland vildi ekki tjá sig við ViðskiptaMoggann um þessi áform þegar eftir því var leitað. Að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Öskju, er Askja ekki á leið í samstarf við Tesla né að verða umboðsaðili rafbílaframleiðandans.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK