Þórólfur verður framkvæmdastjóri Logos

Þórólfur Jónsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Logos lögmannsþjónustu.
Þórólfur Jónsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Logos lögmannsþjónustu. Ljósmynd/Aðsend

Þórólfur Jónsson, ­lögmaður og einn eigenda Logos lögmannsþjónustu, hef­ur tekið við fag­legri fram­kvæmda­stjórn félagsins. Þórólfur tek­ur við starf­inu af Helgu Melkorku Óttarsdóttur lög­manni sem gegnt hef­ur starf­inu síðastliðin 6 ár. Þetta kemur fram á vef lögmannsþjónustunar.

Þar kemur einnig fram að Þórólfur hafi verið einn eigenda Logos frá árinu 2009. Áður starfaði hann hjá Kaupþingi banka sem lögfræðingur og síðar framkvæmdastjóri í fyrirtækjaráðgjöf og hjá Hæstarétti Íslands sem aðstoðarmaður dómara. Hann hefur í störfum sínum lagt megináherslu á félagarétt og fyrirtækjaráðgjöf.

„Ég hlakka til að tak­ast á við þetta nýja verk­efni sam­hliða lög­manns­störf­un­um. Ég tek við góðu búi af for­vera mín­um sem hef­ur leitt upp­bygg­ing­ar­starf stof­unn­ar af mik­illi elju á und­an­förn­um árum,“ segir Þórólfur.

Þórólfur er fæddur árið 1974 og lauk laga­prófi frá Há­skóla Íslands 1999. Hann lauk LL.M-gráðu frá Harvard Law School 2002, hlaut rétt­indi til mál­flutn­ings fyr­ir héraðsdómi árið 2000 og fyr­ir Hæsta­rétti árið 2016. Þórólfur er kvæntur Nönnu Viðarsdóttur og eiga þau fimm börn.

Helga Melkorka Óttarsdóttir segir ánægjulegt að fá aftur tækifæri til …
Helga Melkorka Óttarsdóttir segir ánægjulegt að fá aftur tækifæri til þess að sinna lögmennskunni alfarið. mbl.is/Árni Sæberg

Helga mun áfram sinna lög­mennsku hjá lög­manns­stof­unni og mun sem fyrr leggja áherslu á fyrirtækjaráðgjöf, samkeppnisrétt, Evrópurétt og málflutning.

„Það er ánægjulegt að fá tækifæri til að sinna aftur alfarið lögmannsstörfum þar sem verkefnin eru fjölbreytt sem fyrr. Það hef­ur verið ákaf­lega gefandi og lær­dóms­ríkt að vera við stjórn­völ­inn hjá Logos, stærstu lögmannsstofu landsins, þar sem einstaklega hæfur hópur einstaklinga starfar,“ seg­ir Helga, sem hefur tekið sæti í stjórn félagsins.

Logos lögmannsþjónusta er stærsta lögmannsstofa landsins og rekur skrifstofur í Reykjavík og London, en þar starfa alls 75 manns. Samkvæmt því sem fram kemur á vef félagsins nam velta þess liðlega tveimur milljörðum króna á síðasta ári.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK