Valitor dæmt til að greiða háar bætur

Höfuðstöðvar Valitor við Dalshraun í Hafnarfirði.
Höfuðstöðvar Valitor við Dalshraun í Hafnarfirði. Ljósmynd/Valitor

Valitor var í dag gert að greiða Suns­hine Press Producti­ons (SSP) og Datacell, rekstrarfélagi Wikileaks, 1,2 milljarða króna í bætur fyr­ir að hafa lokað greiðslugátt þeirra fyr­ir Wiki­leaks í 617 daga.

Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur en Vísir greindi fyrst frá niðurstöðu dómsins. Valitor er gert að greiða SSP 1140 milljónir króna og Datacell 60 milljónir króna.

Málið á ræt­ur að rekja til lok­un­ar Valitor árið 2011 á greiðslugátt til Datacell sem safnaði greiðslum fyr­ir Suns­hine Press Producti­ons, fyr­ir­tækið að baki Wiki­leaks. 

Gátt­in var alls lokuð í 617 daga og skaðabótakraf­an bygg­ir á tjón­inu sem fyr­ir­tæk­in urðu fyr­ir á meðan gátt­in var lokuð. Kraf­an bygg­ir á út­reikn­ing­um Sig­ur­jóns Þ. Árna­son­ar, sem taldi tjónið vera á bil­inu frá 1,5 millj­arði króna til átta millj­arða.

Tveir dómarar töldu hafið yfir vafa að fyrirtækin höfðu orðið fyrir miklu tjóni. Einn dómari skilaði séráliti en hann taldi að Datacell og SPP hefðu ekki fært nægilegar sönnur fyrir fjártjóninu og því ætti að sýkna Valitor.

Sveinn Andri sagði að niðurstaða vekti upp blendnar tilfinningar. Hann sagði að það væri jákvætt að dómur hefði komist að niðurstöðunni að um væri að ræða bótaskylt brot.

Hann sagði að það væri verra að mati dómskvaddra matmanna væri ýtt til hliðar en að þeirra matið var tjón fyrirtækjanna tveggja 3,2 milljaðar.

„Það má segja að það séu plúsar og mínuar í þessu,“ segir Sveinn. Hann mun nú fara yfir dóminn og segir að það komi vel til að greina að áfrýja niðurstöðunni til Landsréttar.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir