Heiðar ráðinn forstjóri Sýnar

Heiðar Guðjónsson hefur tekið við sem forstjóri Sýnar hf.
Heiðar Guðjónsson hefur tekið við sem forstjóri Sýnar hf. mbl.is/Kristinn

Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Sýnar hf., hefur verið ráðinn forstjóri fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækinu nú síðdegis.

Heiðar víkur úr stjórn félagsins sökum þessa og Hjörleifur Pálsson verður nú stjórnarformaður fyrirtækisins. Þá tekur Sigríður Vala Halldórsdóttir varastjórnarmaður sæti í stjórninni.

Í fréttatilkynningu frá Sýn er haft eftir Heiðari að hann sé þakklátur fyrir það traust sem honum sé sýnt með ráðningunni.

Framundan eru krefjandi verkefni, sem ég hlakka til að leysa af hendi í samstarfi við allt það framúrskarandi fólk sem starfar hjá Sýn hf.,“ segir Heiðar.

Nýr stjórnarformaður, Hjörleifur Pálsson, segir að Heiðar hafi „stýrt stjórnarstörfum undanfarin ár af röggsemi“ og að það sé mikil fengur af því að fá hann til þess að leiða daglegan rekstur félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK