Tíðindalítið úr þrotabúi WOW

Kyrrstæð þota WOW á Keflavíkurflugvelli eftir gjaldþrot félagsins.
Kyrrstæð þota WOW á Keflavíkurflugvelli eftir gjaldþrot félagsins. mbl.is/​Hari

Þrátt fyrir fjölda fyrirspurna til skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup á eignum úr þrotabúinu er lítil hreyfing á slíkum viðskiptum.

Þetta segir Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra þrotabúsins, við mbl.is. Hann segir að vinna sé í fullum gangi í þrotabúinu og áhugi sé til staðar, en tíðindalítið sé er varðar kaup og sölur úr búinu.

„Það er allt í vinnslu, en það er enginn að kaupa reksturinn,“ segir Sveinn Andri, en mikil umræða hefur verið um stofnun nýrra flugfélaga hér á landi eftir gjaldþrot WOW air í síðasta mánuði.

Eins og Morgunblaðið greindi frá í byrjun mánaðar barst fljótt fjöldi fyrirspurna um kaup á eignum úr þrotabúinu með það fyrir augum að nýta þær við nýjan flugrekstur. Hins vegar sé flókið að stofna nýtt flugfélag þar sem flugrekstrarleyfi skipti mestu máli, en WOW air skilaði inn flugrekstrarleyfi sínu fyrir gjaldþrot.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK