Eimskip fækkar stöðugildum um 15

mbl.is/Rósa Braga

Samhliða skipulagsbreytingum hjá Eimskip á Íslandi, sem taka gildi um næstu mánaðarmót, verður stöðugildum hjá Eimskip og TVG-Zimsen fækkað um 15. Markmið breytinganna er að ná fram hagræðingu í rekstri, auka arðsemi og styrkja stoðir félagsins, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Í tilkynningunni segir að breytingarnar snúi að því að samþætta hluta stoðeininga félagsins í miðlægar einingar. Sem dæmi sameinast þrjár mismunandi akstursstýringardeildir í eina einingu.

Boðaðar eru talsverðar breytingar á starfsemi TVG-Zimsen, þar sem hluti stoðeininga þess sameinast sambærilegum einingum Eimskips. Einnig mun TVG-Zimsen flytja starfsemi sína yfir í Vöruhótelið síðar í sumar. TVG-Zimsen verður eftir sem áður rekið sem sjálfstætt dótturfyrirtæki Eimskips.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK