Síminn hagnaðist um 615 milljónir

Síminn.
Síminn. mbl.is/Hari

Sím­inn hagnaðist um 615 millj­ón­ir króna á fyrsta fjórðungi þessa árs sam­an­borið við 887 millj­ón­ir á sama tíma­bili í fyrra. 

Tekj­ur námu 6.962 millj­ón­um króna sam­an­borið við 6.874 millj­ón­ir króna á sama tíma­bili 2018 og hækka því um 88 millj­ónir króna eða 2,3%.

Rekstr­ar­hagnaður fyr­ir af­skrift­ir og fjár­magnsliði EBITDA nam 2.369 millj­ón­um króna. Hann var 2.404 millj­ón­ir króna á fyrsta fjórðungi árs­ins 2018 og lækkar því um 35 milljónir króna eða 1,5% á milli ára. EBITDA hlutfallið er 34,0% fyrir fyrsta ársfjórðung 2019 en var 35,0% á sama tímabili 2018.

Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 2.062 milljónum króna en var 2.390 milljónir króna á sama tímabili 2018. Eftir vexti og skatta nam handbært fé frá rekstri 1.711 milljónum króna en 2.043 milljónum króna á sama tímabili 2018.

Í til­kynn­ingu um árs­fjórðungs­upp­gjörið er haft eft­ir Orra Hauks­syni, for­stjóra Sím­ans, að tekjur hafi aukist mili ára og að mikilvægir tekjustraumar eins og sjónvarpsþjónusta verði enn sterkari þegar líður á árið.

Orri minnist enn fremur á að Síminn hafi áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í lok mars. Þar var Síminn dæmdur til að greiða fjar­skipta­fyr­ir­tæk­inu TSC ehf. á Grund­arf­irði 50 millj­ón­ir króna með vöxt­um og sex millj­ón­ir króna í máls­kostnað vegna sam­keppn­is­brota fyrr­nefnda fyr­ir­tæk­is­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK