Samningaviðræður hafnar hjá SAS

Þetta er í fyrsta sinn sem aðilarnir ganga að samningaborðinu …
Þetta er í fyrsta sinn sem aðilarnir ganga að samningaborðinu frá því verkfallið hófst. AFP

Samningaviðræður eru hafnar að nýju á milli skandinavíska flugfélagsins SAS og flugmanna þess, á sama tíma og hundruðum fleiri flugferða hefur verið aflýst vegna verkfalls flugmannanna.

Verkfallið hefur nú haft áhrif á samtals 380 þúsund farþega en laust eftir klukkan átta í kvöld tilkynnti flugfélagið að það hygðist aflýsa 429 flugferðum til viðbótar við þær sem þegar hafði verið aflýst. Alls hefur því rúmlega 4.000 flugferðum verið aflýst síðan verkfallið hófst á föstudag.

Þetta er í fyrsta sinn sem aðilarnir ganga að samningaborðinu frá því verkfallið hófst en flugmenn félagsins í Svíþjóð, Danmörku og Noregi krefjast betri launa og vinnuaðstæðna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK