Hagnaður VÍS 936 milljónir

Uppfærð afkomuspá VÍS fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir að …
Uppfærð afkomuspá VÍS fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir að hagnaður fyrir skatta verði um 2,9 milljarðar króna. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hagnaður VÍS á fyrsta ársfjórðungi þessa árs nam 936 m.kr. fyrir skatta, samanborið við 844 m.kr. á sama tímabili 2018. Árshlutareikningur félagsins fyrir fyrsta ársfjórðunginn var staðfestur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi í dag.

Í uppgjörinu kemur fram að iðgjöld tímabilsins jukust um 5,1% frá sama tíma og í fyrra. Þá námu tekjur af fjárfestingastarfsemi 1.367 m.kr, en voru á sama tímabili 2018 1.022 m.kr.. Arðsemi eigin fjár var 6,5% samanborið við 5,1% á sama tímabili í fyrra.

Hagnaður á hlut var svo 0,49 krónur samanborið við 0,38 krónur á sama tímabili 2018.

Árshlutareikningurinn hefur þó hvorki verið endurskoðaður né kannaður af endurskoðendum félagsins, að því er fram kemur í tilkynningu VÍS.

 „Við getum ekki verið annað en mjög sátt við niðurstöðu ársfjórðungsins. Mjög góð afkoma af fjárfestingum gerði það að verkum að við sendum frá okkur jákvæða afkomuviðvörun fyrir árið 2019 í byrjun apríl. Tryggingareksturinn var í takt við áætlun og áttunda ársfjórðunginn í röð er tólf mánaða samsett hlutfall undir 100%, er haft eftir Helga Bjarnasyni, forstjóra VÍS í tilkynningunni.

Uppfærð afkomuspá félagsins gerir ráð fyrir að samsett hlutfall fyrir árið 2019 verði 97,4% og að hagnaður fyrir skatta verði um 2,9 milljarðar króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK