Skulduðu milljarð í júlí

WOW varð gjaldþrota að morgni 28. mars.
WOW varð gjaldþrota að morgni 28. mars. mbl.is/​Hari

WOW air skuldaði Isavia 1.033 milljónir króna í lok júlí síðasta árs. Í upphafi þess mánaðar veitti stjórn Isavia forstjóra heimild til 2 þúsund milljóna lántöku. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun Viðskiptablaðsins í dag um málefni WOW og Isavia. Þar segir að í samþykkt stjórnar Isavia komi fram að um rekstrarlánalínu og/eða yfirdráttarlán sé að ræða. Ekki er tilgreint um tilefni lánalínunnar. 

Skuldir hafi safnast upp vegna vissu Isavia um að félagið hefði öruggan haldsrétt í einhverri af þeim vélum sem WOW hafði á leigu. Lögmaður leigusala WOW, Oddur Ástráðsson, telur að mögulega megi heimfæra fyrirgreiðslu stjórnenda Isavia til WOW undir umboðssvik.

Air Lease Corporation (ALC) hefur lagt fram aðfararbeiðni gegn Isavia og krefst þess að vélin, Air­bus A321 TF-GPA, verði afhent tafarlaust. Málið verður flutt munnlega fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag og mun úrskurður dómstólsins væntanlega liggja fyrir síðdegis.

Vefur Viðskiptablaðsins

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK