Kaffitár komið til nýrra eigenda

Kruðerí Bakaríishluti Kaffitárs gæti tekið breytingum eftir kaupin.
Kruðerí Bakaríishluti Kaffitárs gæti tekið breytingum eftir kaupin. mbl.is/Eggert

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nýju kaffibrennslunnar ehf. á kaffihúsakeðjunni Kaffitári ehf. Kaupverðið er ekki gefið upp, en tilkynnt var um kaupin í nóvember síðastliðnum. Það var þá með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem svo fékkst nú í lok síðasta mánaðar.

Þetta staðfestir Ólafur Ó. Johnson, framkvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaaber ehf., í samtali við Morgunblaðið en Nýja kaffibrennslan er systurfyrirtæki þess. Hann segir um spennandi verkefni að ræða og með tíð og tíma verði rekstur Kaffitárs samþættur við systurfyrirtækin tvö. 

Aðspurður segir Ólafur að reksturinn verði að mestu óbreyttur, en það megi þó búast við einhverjum breytingum í bakaríishluta fyrirtækisins, sem er undir merkjum Kruðerís. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK