Samkeppniseftirlitið skoðar ekki Isavia

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir stofnunina ekki hafa rætt …
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir stofnunina ekki hafa rætt það hvort athuga þurfi eftirgjöf sem Isavia veitti WOW air. mbl.is/Eggert

Heimild sem Isavia veitti WOW air til tveggja milljarða skuldasöfnunar gagnvart félaginu í júlí þegar flugfélagið var í mikilli samkeppni við Icelandair hefur ekki komið til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu. Þetta staðfestir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í samtali við mbl.is.

Spurður hvort stofnunin hafi tekið einhverja afstöðu til þess hvort skoða þurfi málið, svarar Páll: „Nei við höfum ekki gert það. Þetta hefur ekki komið hér inn á borð formlega og við höfum ekki skoðað þetta og liggur engin ákvörðun fyrir að gera það.“

Hann segir stofnunina hafa heimild til þess að hefja athugun að eigin frumkvæði, „en ekki liggur fyrir nein ákvörðun um slíkt í þessu tilviki“. Forstjórinn segir málið ekki hafa verið til umræðu hjá stofnuninni og getur hann því ekkert sagt um framhaldið.

Ósjálfbær fargjöld

Í tilkynningu um uppgjör Icelandair 3. maí fyrir fyrsta ársfjórðung fyrirtækisins var haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að: „Þróun fargjalda var neikvæð milli ára, sem skýrist meðal annars af mikilli samkeppni við flugrekendur sem boðið hafa upp á ósjálfbær fargjöld.“

Má búast við því að hér sé átt við fargjöld WOW air og er óvitað hvort eftirgjöf Isavia hafi haft áhrif á þá þróun.

Þá er ekki vitað til þess að flugfélaginu Erni hafi verið veitt viðlíka eftirgjöf þegar vél þess var kyrrsett af Isavia í janúar síðastliðnum vegna 98 milljóna króna skuldar þess félags við Isavia.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK