Vilja festa samstarf við Arion banka í sessi

Arion banki sér um rekstur Frjálsa lífeyrissjóðsins.
Arion banki sér um rekstur Frjálsa lífeyrissjóðsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins gerir breytingatillögu við samþykktir sjóðsins fyrir komandi aðalfund sem haldinn verður 13. maí næstkomandi.

Meginbreytingarnar eru af tvennum toga. Annars vegar verður opnað fyrir rafræna kosningu til stjórnar, gangi tlilögurnar eftir en hins vegar liggur fyrir tillaga um að 2/3 hluta greiddra atkvæða á aðalfundi þurfi til þess að hægt sé að gera breytingar á rekstrarfyrirkomulagi sjóðsins.

Hann hefur frá upphafi verið í rekstri Arion banka og sem stendur er kveðið á um það, fortakslaust að Arion banki annist daglegan rekstur sjóðsins.

Með tillögunni fylgir stjórnin ályktun sem samþykkt var á afar fjölmennum aðalfundi í fyrra sem fyrst og síðast hverfðist um þá ákvörðun stjórnar sjóðsins að fjárfesta í uppbyggingu United Silicon í Helguvík.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK