Bein útsending: Ál í hálfa öld

Ál hefur nú verið framleitt á Íslandi í hálfa öld.
Ál hefur nú verið framleitt á Íslandi í hálfa öld. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Ársfundur Samáls verður haldinn klukkan 8:30 í dag, en þar verður meðal annars farið yfir stöðu og horfur í áliðnaði á Íslandi og rætt um samkeppnisumhverfið á heimsvísu. Þá mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpa fundinn. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér að neðan.

Yfirskrift fundarins er „Álið er hluti af lausninni,“ en á þessum tímamótum eru 50 ár liðin frá því álframleiðsla hófst á Íslandi. Mun Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, við það tækifæri fara yfir sögu álframleiðslu og verðmætasköpunar vegna framleiðslunnar.

Loftslagsmál og umhverfismál verða einnig í forgrunni og mun Steinunn Dögg Steinsen, framkvæmdastjóri umhverfis- og öryggismála hjá Norðuráli, fjalla um þann árangur sem náðst hefur í loftslagsmálum í íslenskum áliðnaði, en kolefnislosun hefur dregist saman um 75% frá árinu 1990. Þá mun hún gera skil þeim aðgerðum sem eru í farvatninu hjá álverunum til þess að draga enn frekar úr losun.

Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, rýnir í íslenskan áliðnað út frá sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls fjallar um endurvinnslu áls og hringrásarhagkerfið.

Ársfundurinn hefst kl. 8.30 og stendur til 10:00.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK