Ekki frekari rekstraráföll við sjónarrönd

Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka og starfandi bankastjóri.
Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka og starfandi bankastjóri. Ljósmynd/Arion banki

„Það voru umtalsverðar kröfur í upphafi, svo ég held að við getum verið ánægðir,“ sagði Sture Stölen, forstöðumaður fjárfestatengsla hjá Arion banka á fjárfestafundi í morgun, er hann svaraði spurningu frá sænskum bankamanni um hvernig fjárfestar ættu að lesa í áhrif nýrra kjarasamninga á stöðu bankans.

Stefán Pétursson, starfandi bankastjóri, hafði áður svarað því til að búast mætti við 4% launahækkunum í kjölfar þess að lífskjarasamningarnir hefðu verið undirritaðir og að það væri eitthvað sem stjórnendur bankans hefðu búist við.

Afkoma bankans á fyrsta fjórðungi ársins olli vonbrigðum og samkvæmt því sem fram kom í tilkynningu í bankanum voru það einkum gjaldþrot WOW air og dómur Héraðdóms Reykjavíkur í máli fyrirtækja sem tengjast Wikileaks gegn Valitor, sem skýra það.

Á fundinum í morgun sagði Stefán bankastjóri að ljóst væri að Arion banki hefði orðið fyrir miklum áhrifum af þessum þáttum, en hann sagði jafnframt að ekki væru frekari áföll við ystu sjónarrönd, sem hann vissi um.

Á móti tapinu sem bankasamstæðan varð fyrir vegna þessara tveggja veigamiklu þátta vó þó sala á 38% hlut bankans í Farice ehf. til íslenska ríkisins, en ríkið keypti hlutinn í fyrirtækinu, sem rekur sæstrengina FARICE-1 og DANICE á 740 milljónir króna.

Hagnaður Arion banka á fyrsta ársfjórðungi nam milljarði króna og arðsemi eiginfjár bankasamstæðunnar var einungis 2,1%, samanborið við 3,6% á sama tímabili 2018.

Arðsemi eig­in fjár samstæðunnar að Valitor und­an­skildu var þó 6,2% á fyrsta árs­fjórðungi 2019 sam­an­borið við 4,8% á sama tíma­bili árið 2018. Valitor er skil­greint sem eign til sölu, í bók­um sam­stæðunn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK