Hanna nýr ritstjóri Húsa og híbýla

Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir, ritstjóri Húsa og híbýla og Gestgjafans.
Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir, ritstjóri Húsa og híbýla og Gestgjafans.

Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir hefur tekið við sem ritstjóri tímaritsins Húsa og híbýla, en Sigríður Elín Ásmundsdóttir sem hefur ritstýrt tímaritinu undanfarin níu ár hefur látið af störfum.

Hús og híbýli er gefið út af Útgáfufélaginu Birtíngi, sem gefur auk þess út Vikuna, Gestgjafann og Mannlíf. Hanna hefur undanfarin þrjú ár ritstýrt Gestgjafanum og mun hún halda því starfi áfram. Greint er frá þessu á vef Mannlífs.

Hanna segir við Mannlíf að aukin áhersla verði lögð á stafræna uppbyggingu allra tímarita útgáfunnar á næstunni og að búast megi við nýjungum og áherslubreytingum á blaðinu.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir