Afgreiðsla borgarráðs ekki óvænt

Skeljungur.
Skeljungur. mbl.is/Júlíus

Afgreiðsla borgarráðs Reykjavíkur vegna fækkunar bensínstöðva kemur ekki á óvart heldur en hún eðlilegt framhald af þeim fundum sem stjórnendur Skeljungs hafa átt í gegnum tíðina um fækkun stöðva.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Má Erlingssyni, aðstoðarforstjóra Skeljungs.

Fyrr í dag sagðist forstjóri Olís í samtali við mbl.is vera hugsi yfir ákvörðun borgarráðs.

Stefnt er að því að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025 og er víðtæk samstaða um málið í borgarráði.

„Það hefur lengi legið fyrir að fjöldi bensínstöðva sé of mikill í Reykjavík, um það er ekki deilt. Nú hafa verið skilgreindir hvatar fyrir olíufélögin til þess að flýta fyrir fækkun bensínstöðva og mun Skeljungur kynna sér þá hvata eins og kostur er,“ segir í tilkynningunni.

„Stjórnendur Skeljungs hafa átt fleiri en einn fund í gegnum tíðina þar sem fækkun bensínstöðva hefur verið rædd og segja má að afgreiðsla borgarráðs frá því í gær komi ekki á óvart heldur sé hún eðlilegt framhald af þeirri vinnu. Skeljungur vonast til þess að eiga gott samstarf við Reykjavíkurborg varðandi nánari útfærslu á tillögum Reykjavíkurborgar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK