Stærðarinnar sumarhátíð netverslana

Sara Björk Purkhús, Olga Helena Ólafsdóttir og Eyrún Anna Tryggvadóttir …
Sara Björk Purkhús, Olga Helena Ólafsdóttir og Eyrún Anna Tryggvadóttir standa fyrir sumarmarkaði netverslana í Víkingsheimilinu um helgina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það verður líf og fjör í Víkingsheimilinu um helgina á sumarmarkaði netverslana þar sem 60 netverslanir koma saman og bjóða upp á ýmsan varning. Markaðurinn er á vegum POP-markaða sem vinkonurnar Olga Helena Ólafsdóttir, Eyrún Anna Tryggvadóttir og Sara Björk Purkhús, standa á bak við, en þær reka allar sínar eigin netverslanir.  

„Þetta er þriðji stóri markaðurinn sem höldum í Víkingsheimilinu en fimmti markaðurinn í heildina,“ segir Olga Helena í samtali við mbl.is. Þrett­án versl­an­ir tóku þátt í fyrsta markaðnum en um jólin voru þær 75. „Þetta hefur stækkað ekkert smá síðan þá. En við viljum alltaf gera eitthvað til að breyta og bæta og um leið og markaðnum lýkur byrjum við að vinna að næsta,“ segir Olga Helena, og því hefur stífur undirbúningur staðið yfir frá því desember, þegar jólamarkaði netverslana lauk. 

Miklu meira en bara verslun

„Þetta tekur allt mikinn tíma og eftir markaðinn sjálfan tökum við stöðuna um hvað hefði mátt fara betur og hvernig við viljum gera þetta næst,“ segir Olga Helena.  

Markaðurinn um helgina er hugsaður sem hátíð jafnt sem verslunarviðburður, eins konar sumarhátíð netverslana. „Við viljum að fólk hugsi með sér að það verði gaman að kíkja til okkar um helgina, sjá verslanir, vöruúrval, viðra börnin í hoppukastalanum og hafa gaman,“ segir hún og hlær.  

60 verslanir taka þátt í sumarmarkaði netverslana sem fram fer …
60 verslanir taka þátt í sumarmarkaði netverslana sem fram fer í Víkingsheimilinu um helgina. Ljósmynd/Aðsend

Ýmislegt verður í boði fyrir börnin, til að mynda hoppukastalar, og einnig munu íbúar úr Latabæ kíkja í heimsókn klukkan 13 báða dagana. Þá verða matarvagnar frá Gastro Truck, Lobster Hut og Valdísi á svæðinu svo enginn fari svangur heim.

Nýjar verslanir sem hafa ekki verið með áður á markaðnum munu bjóða upp á vörur sínar um helgina í bland við verslanir sem hafa áður tekið þátt. Lista yfir allar netverslanirnar sem taka þátt má finna á Facebook og meðal vara sem verða í boði eru heimilisvörur, fatnaður, skartgripir, barnavörur, íþróttavörur, skipulagsvörur, gjafavörur, umhverfisvænar vörur og fleira.

Talningavélin kemur að góðum notum

Jólamarkaðurinn var sá stærsti til þessa, en þá keypti Olga Helena sérstaka talningavél (á netinu, að sjálfsögðu) sem taldi yfir 14.000 manns og hún að þær eigi von á að enn fleiri muni sækja sumarmarkaðinn.

Sjálf á Olga Helena tvær netverslanir og segir pop-up markaði eins og sumarmarkaðinn tilvalið tækifæri til að kynnast viðskiptavinunum betur. „Og fyrir viðskiptavinina til að kynnast okkur, andlitinu á bak við verslunina, það er mjög skemmtilegt.“  

Undibúningur fyrir markaðinn er í fullum gangi en stelpurnar sjá …
Undibúningur fyrir markaðinn er í fullum gangi en stelpurnar sjá sjálf­ar um að leggja 1.350 fermetra af teppaflísum á gólfið og merkja þar sem bás­arn­ir eiga að vera. Ljósmynd/Aðsend

Markaðurinn verður sem fyrr segir haldinn í Víkingsheimilinu í Fossvogi og verður opinn milli klukkan 11 og 17, laugardag og sunnudag. Flestar verslanir ætla að bjóða upp á tilboð í tilefni af markaðnum og segir Olga Helena að það verði leikur einn að gera góð kaup.

Olga Helena segir Víkingsheimilið kjörinn stað fyrir markað af þessu tagi og hafa vinkonurnar strax bókað staðinn fyrir haustmarkað netverslana, sem haldinn verður í september.

Haustmarkaður netverslana var vel sóttur og búast skipuleggjendur við að …
Haustmarkaður netverslana var vel sóttur og búast skipuleggjendur við að sumarmarkaðurinn verði enn betur sóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK