Erfitt að manna störf á sviði iðn- og tæknigreina

Hera Grímsdóttir meðal nemenda . Við skólann er lögð áhersla …
Hera Grímsdóttir meðal nemenda . Við skólann er lögð áhersla á hagnýta þekkingu, verklega þjálfun og tengsl við atvinnulífið. Nemendur öðlast lögverndað starfsheiti í lok námstímans og ganga beint inn í verðmæt störf.

„Við Háskólann í Reykjavík (HR) er lögð áhersla á hagnýta þekkingu, verklega þjálfun og tengsl við atvinnulífið. Iðnmenntun er því mjög góður undirbúningur fyrir nám við HR. Háskólamenntaðir einstaklingar sem hafa grunn í iðngreinum eru afar eftirsóttir í atvinnulífinu,“ segir Hera Grímsdóttir, nýr forseti iðn- og tæknifræðideildar HR.

Iðn- og tæknifræðideild HR býður upp á tækninám þar sem nemendur öðlast lögverndað starfsheiti í lok námstímans og ganga beint inn í verðmæt störf, að sögn Heru. „Námið við deildina tekur mið af þörfum atvinnulífsins hverju sinni, með áherslu á öfluga og hagnýta tækniþekkingu sem nýtist vel frá fyrsta degi í starfi. Deildin hvílir á grunni Tækniskóla Íslands sem sameinaðist þáverandi Háskólanum í Reykjavík árið 2005. Þessi grunnur veitir HR sérstöðu en við skólann er lögð áhersla á að nemendur öðlist verkþekkingu, auk þess að þekkja og skilja fræðin. Hægt er að stunda nám í iðn-, bygginga- og tæknifræði,“ segir Hera.

Hún segir iðnfræði hagnýtt og gott nám sem veitir iðnlærðum af bygginga-, véla- og rafmagnssviði tækifæri til að afla sér tæknimenntunar á háskólastigi. Til að útskrifast sem iðnfræðingur þarf nemandi að hafa lokið sveinsprófi í iðngrein á viðkomandi sviði og veitir námið þá rétt til meistarabréfs. Hægt er að stunda námið í fjarnámi og taka það samhliða vinnu. Að sögn Heru eru starfssvið iðnfræðinga fjölbreytt og starfa þeir m.a. hjá verktakafyrirtækjum, á verkfræðistofum, hjá orku- og framleiðslufyrirtækjum svo eitthvað sé nefnt.

Eftirsóttur starfskraftur

„HR er eini háskólinn á Íslandi sem kennir byggingafræði og er námið sett upp sem verkefnamiðað nám. Byggingafræðingar hafa breitt þekkingarsvið og vinna því við fjölbreytt störf tengd byggingariðnaði. Þeir starfa meðal annars við hönnun mannvirkja og eftirlit og stjórnun framkvæmda. Þekking þeirra á byggingaferli, efnisvali og verkefnastjórnun er afar dýrmæt.

Tæknifræði hentar þeim einstaklingum vel sem vilja hagnýta tæknimenntun sem býður upp á mikla möguleika, bæði í vel launuð störf í atvinnulífinu og í áframhaldandi framhaldsnám eða meistaranám. Námið tekur aðeins þrjú og hálft ár og er tæknifræði lögverndað starfsheiti. Hægt er að velja á milli náms í byggingartæknifræði, rafmagnstæknifræði og véla- og orkutæknifræði. Slík þekking er dýrmæt þegar út á vinnumarkaðinn er komið,“ segir Hera Grímsdóttir. 

Viðtalið við Heru má lesa í heild sinni í Morgunblaði dagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK