Fá launin í haust eða um áramót

mbl.is/Kristinn Magnússon

Vinnumálastofnun segir að greiðslur á launakröfum fyrrverandi starfsfólks WOW air, sem Ábyrgðasjóður launa ábyrgist, muni í fyrsta lagi eiga sér stað með haustinu og jafnvel ekki fyrr en undir áramót.

Þetta muni því ekki eiga sér stað seinni hluta júlímánaðar eins og annar skiptastjóra WOW sagði í fréttum nýverið.

Vinnumálastofnun segir, að um sé að ræða eitt umfangsmesta þrotabú sem Ábyrgðasjóður launa hafi fengið til meðferðar og því sé fyrirséð að það muni taka nokkurn tíma að afgreiða þær kröfur sem berast sem og að önnur þrotabú eru einnig til afgreiðslu hjá sjóðnum.

Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunar. Tilkynningin í heild er svohljóðandi:

„Í fréttum í síðustu viku var haft eftir öðrum skiptastjóra WOW air að greiðslur á launakröfum fyrrum starfsfólks WOW sem Ábyrgðasjóður launa ábyrgist muni berast seinni part júlímánaðar.  Í ljósi þessa telur Vinnumálastofnun rétt að koma því á framfæri að umræddar greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa munu í fyrsta lagi eiga sér stað með haustinu og jafnvel ekki fyrr en undir áramót. Um er að ræða eitt umfangsmesta þrotabú sem Ábyrgðasjóður launa hefur fengið til meðferðar og er því fyrirséð að það muni taka nokkurn tíma að afgreiða þær kröfur sem berast sem og að önnur þrotabú eru einnig til afgreiðslu hjá sjóðnum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK