Gagnrýna kjötinnflytjendur fyrir tvískinnung

Félag atvinnurekenda gagnrýnir auglýsingaherferð hóps kjötinnflytjenda fyrir tvískinnung með því …
Félag atvinnurekenda gagnrýnir auglýsingaherferð hóps kjötinnflytjenda fyrir tvískinnung með því að segja að innflutt kjöt sé stórhættulegt á sama tíma og þau eru stórtækir kjötinnflytjendur og „sýna þannig að þau hafa engar áhyggjur af því að innflutningur ógni heilsu fólks“. AFP

Félag atvinnurekenda (FA) gagnrýnir stóra kjötinnflytjendur, sem standa fyrir auglýsingaherferð á samfélagsmiðlum undir yfirskriftinni „Öruggur matur“, fyrir tvískinnung.

Í frétt á heimasíðu FA er farið yfir auglýsingar hópsins og fullyrt að með málflutningi sínum sé hópurinn, sem meðal annars Sláturfélag Suðurlands, Reykjagarður, Síld og fiskur (Ali), Matfugl og Kjarnafæði tilheyra, að segja að innflutt kjöt sé stórhættulegt og beri í sér bakteríur sem ógna lýðheilsu á Íslandi. Í verki séu þau hins vegar stórtækir kjötinnflytjendur og sýna þannig að þau hafa engar áhyggjur af því að innflutningur ógni heilsu fólks.

Á vef hópsins, oruggurmatur.is, er varað við innflutningi á kjöti. Þar segir meðal annars: „Það getur vel verið að aukinn innflutningur á erlendu kjöti hafi jákvæð efnahagsleg áhrif til skamms tíma litið. En hvað með lýðheilsuáhrif? Er það þess virði að fórna öryggi og heilsu landa okkar í framtíðinni?“

„Forsvarsmenn þessara fyrirtækja verða að fara að gera upp hug sinn. Tvískinnungur af þessu tagi er alls ekki trúverðugur. Það er ekki allt í lagi, þótt það sé hægt,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.

FA bendir jafnframt á að samkvæmt upplýsingum sem félagið tók saman í janúar fengu þessi fyrirtæki, auk Stjörnugríss, í sinn hlut rúmlega 41% af tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir kjötvörur, sem var úthlutað fyrir fyrri helming ársins 2019 samkvæmt tollasamningi Íslands og Evrópusambandsins. „FA benti þá á að þessir innlendu bændur og afurðastöðvar hefðu augljóslega ekki áhyggjur af heilsufarsáhrifum innflutnings á kjöti,“ segir Ólafur og vísar í leiðinni í eina af auglýsingu hópsins sem má sjá hér: 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK