Kínverjar svara með tollahækkunum

Liu He, aðstoðarforsætisráðherra Kína, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Liu He, aðstoðarforsætisráðherra Kína, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Fjármálaráðuneyti Kína tilkynnti í gærkvöld að tollar á fjölda bandarískra framleiðsluvara yrðu hækkaðir úr 10% í 20-25%. Hækkunin er svar við ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á föstudaginn um að hækka tolla á kínverskar vörur.

Fram kemur á fréttavef bandaríska dagblaðsins New York Times að fjármálaráðuneytið hefði hins vegar frestað gildistöku nýrra tolla þar til 1. júní sem gefur samningamönnum ríkjanna tveggja svigrúm til þess að gera úrslitatilraun til þess að semja um málið. Tollahækkun Trumps kemur einnig til framkvæmda um svipað leyti.

Trump hækkaði einnig tolla á kínverskar vörur á síðasta ári og hefur lýst því yfir að hann hafi í hyggju frekari tollahækkanir. Þannig hafa bandarískir embættismenn sagt að til standi að hækka tolla á nokkurn veginn allan kínverskan innflutning til Bandaríkjanna.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir