Með verstu dögum ársins

Fyrsti dagur Uber á hlutabréfamarkaði var síðasta föstudag. Bréf félagsins …
Fyrsti dagur Uber á hlutabréfamarkaði var síðasta föstudag. Bréf félagsins féllu um 10,8% í dag. Almennt gekk tæknifyrirtækjum illa á mörkuðum í dag. AFP

Mikið fall á mörkuðum vestanhafs sást við lokun markaða í dag. Versti dagur ársins varð á Nasdaq og féllu hlutabréf í stórum stíl í kjölfar þess að ljóst varð í dag að aukin harka myndi færast í viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína. Leiðtogar ríkjanna hittast í næsta mánuði.

Við lokun markaða hafði Dow Jones Industrial Average, DJIA, lækkað um 2,38%, S&P 500-vísitalan lækkað um 2,41% og Nasdaq Composite, COMP, um 3,41%.

Fram kemur í umfjöllun Reuters að fjárfestar hafi fært fé sitt úr hlutabréfum í áreiðanlegri fjárfestingakosti. Til að mynda hækkaði verð á gulli skyndilega við opnun markaða í morgun.

Tilkynnti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í kvöld að hann hyggist funda með XI Jinping, forseta Kína, í næsta mánuði og að hann telji samræður þeirra líklegar til þess að bera árangur, að því er segir í frétt Reuters.

Bandarísk stjórnvöld hækkuðu tolla á kínverskar vörur um 200 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 24,6 þúsund milljarða íslenskra króna, á föstudag síðastliðinn. Þessu svaraði Kína í dag með því að tilkynna hækkun tolla á bandarískar vörur um 60 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 7,4 þúsund milljarða íslenskra króna. Ná aðgerðir Kínverja meðal annars til fljótandi gass og frosins grænmetis.

Tump hafði áður varað Kínverja við að svara aðgerðum Bandaríkjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK