Tap Vodafone 1.046 milljarðar

Vodafone tapaði gríðarlegum fjárhæðum á síðasta rekstrarári.
Vodafone tapaði gríðarlegum fjárhæðum á síðasta rekstrarári. AFP

Breska fjarskiptafyrirtækið Vodafone tapaði 7,6 milljörðum evra, sem svarar til 1.046 milljarða króna, á síðasta rekstrarári. Rekstrarárið á undan nam hagnaður félagsins 2,8 milljörðum evra. 

Í tilkynningu frá þessu stærsta fjarskiptafyrirtæki Evrópu kemur fram að hluti skýringarinnar á tapi félagsins sé tap af sölu eigna á Indlandi. Jafnframt þurfti að afskrifa 3,5 milljarða evra vegna starfsemi Vodafone á Indlandi, Spáni og Rúmeníu. 

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir