Sýn hagnaðist um 670 milljónir

Höfuðstöðvar Vodafone og Sýnar.
Höfuðstöðvar Vodafone og Sýnar. mbl.is/Hari

Fjarskiptafyrirtækið Sýn hagnaðist um 670 milljónir á fyrsta ársfjórðungi, en þetta kemur fram í árshlutareikningi fyrirtækisins sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag.

Tekjur á fyrsta ársfjórðungi námu 4.975 milljónum króna, sem er 1% lækkun á milli ára. EBITDA hagnaður (án fjármagnsliða) nam 1.260 milljónum á ársfjórðungnum og jókst um 5% miðað við sama tíma í fyrra. Einskiptiskostnaður vegna starfsloka stjórnenda námu 137 milljónum króna, að því er segir í tilkynningu. 

Heildarfjárfestingar félagsins námu rúmum milljarði, þar af námi rekstrarfjárfestingar 616 milljónum króna. Hagnaðurinn, 670 milljónir króna, er 619 milljónum hærri en á sama tíma í fyrra.

Samruni P/F Hey, dótturfélags Sýnar hf. í Færeyjum og Nema, dótturfélag Tjaldurs, gekk í gegn á fjórðungnum og er 49,9% hlutur Sýnar hf. í nýju sameinuðu félagi færður samkvæmt hlutdeildaraðferð og því ekki hluti af samstæðureikningsskilum Sýnar hf. frá 1. janúar 2019. Söluhagnaður nam 817 milljónum króna.

„Framkvæmdastjórn félagsins hefur gjörbreyst á þessu ári. Ný framkvæmdastjórn verður fullmönnuð við lok þessa mánaðar þar sem fjórir framkvæmdastjórar af fimm eru nýir. Þeir sem koma núna inn í framkvæmdastjórn hafa unnið áður sem ráðgjafar fyrir félagið og þekkja það vel sem gerir það að verkum að þeir þurfa ekki tíma til aðlögunar.  Ég tel félagið einstaklega heppið með samsetningu hinnar nýju framkvæmdastjórnar og hlakka til að taka slaginn á markaði með þessum úrvalshópi,“ segir Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, í tilkynningunni. 

„Félagið mun klára stefnumótun og skerpa á rekstrinum strax í júní.  Við ætlum að veita viðskiptavinum okkur úrvals þjónustu og vera í fararbroddi með nýjungar. Vegna árstíðarsveiflu í rekstri verða næstu fjórðungar ársins betri. Við erum enn vissari um að horfur ársins náist og horfum björtum augum fram á við," 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK