Bankastjórinn bætti við sig bréfum

Stefán Pétursson, starfandi bankastjóri Arion banka.
Stefán Pétursson, starfandi bankastjóri Arion banka. Ljósmynd/Aðsend

Stefán Pétursson, starfandi bankastjóri og framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka, keypti í dag rúmlega 63 þúsund hluti í bankanum fyrir samtals um 5 milljónir króna. Á Stefán þar með samtals tæplega 270 þúsund hluti í bankanum að verðmæti tæplega 21,4 milljónir.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar vegna kaupa fruminnherja kemur fram að viðskiptin hafi verið gerð á genginu 79,3 krónur á hlut. Bréf í bankanum hafa hækkað lítillega það sem af er degi og standa nú í 79,6 krónum á hlut. Samtals hafa átt sér stað viðskipti fyrir tæplega einn milljarð með bréf bankans í dag.

Stefán tók tímabundið við starfi bankastjóra eftir að Höskuldur H. Ólafsson lét af störfum í síðasta mánuði. Tók Stefán við 1. Maí og kynnti ársfjórðungsuppgjör bankans í síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK