46 tóm verslunarrými í miðborginni

46 verslunarrými standa tóm í miðborginni. Hátt leiguverð sýnir þó …
46 verslunarrými standa tóm í miðborginni. Hátt leiguverð sýnir þó að eftirspurn er mikil eftir verslunarhúsnæði í miðborginni, að mati forstöðumanns Rannsóknarseturs verslunarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

46 verslunarrými standa tóm í miðborginni. Þetta er meðal þess ný talning Rannsóknarseturs verslunarinnar á verslunarhúsnæði í borginni sýnir fram á. Þetta er í fyrsta skipti sem upplýsingum um verslunarrekstur í miðborginni er safnað saman í einn gagnagrunn.

Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, hefur umsjón með verkefninu og segir hann fjölda tómra verslunarrýma í borginni ekki endilega varpa réttu ljósi á verslunarrekstur í miðborginni. „Markaðurinn heldur leiguverðinu nokkuð háu sem þýðir að það er augljóslega eftirspurn eftir verslunarhúsnæði í miðbænum.“ Þá segir hann að verið sé að vinna í nokkrum af þessum tómu rýmum.  „En við höfum ekki upplýsingar yfir öll tómu rýmin, hvort það er búið að vera tómt lengi eða erfitt að koma því út er erfitt að segja til um.“

Netið lykilatriði í sýnileika verslana

Talningin verður gerð aðgengileg almenningi síðar í þessum mánuði en þar verður meðal annars hægt að finna og bera saman upplýsingar um fjölda verslunarrýma, tegund verslana og hvar þær eru staðsettar. Einnig verður hægt að finna upplýsingar um hvort verslanir séu með netverslun.

Árni Sverrir að við öflun gagnanna hafi það einna helst komið sér á óvart hversu öflugar verslanir í miðborginni eru þegar kemur að netverslun. „Netið er lykilatriði í sýnileika verslana, þær þurfa að vera á netinu,“ segir hann og bætir við að neysluhegðun breytist augljóslega með aukinni netverslun.

Markmið talningarinnar er fyrst og fremst að gera upplýsingar um verslanir í miðborginni aðgengilegar, en verkefnið er unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg sem mun nýta sér gagnagrunninn á ýmsum sviðum.

„Gögnin hafa aldrei verið gerð að upplýsingum. Mönnum hefur greint á um hluti sem eru bara staðreyndir og er ekkert mál að búa til ákveðinn sannleik um, það er kannski tilgangurinn með þessu,“ segir Árni Sverrir. 

Líkt og fyrr segir verður gagnagrunnurinn aðgengilegur almenningi fyrir lok maímánaðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK