Alvotech ætlar að ráða 100 starfsmenn

Starfsmenn Alvotech að störfum.
Starfsmenn Alvotech að störfum.

Lyfjafyrirtækið Alvotech leitar nú að 100 vísindamönnum og sérfræðingum til að taka þátt í uppbyggingu fyrirtækisins.

Hjá Alvotech starfa nú um 330 vísindamenn í hátæknisetri fyrirtækisins á Íslandi, í Sviss og í Þýskalandi af um 20 þjóðernum. Þau störf sem nú eru auglýst til umsóknar eru aðallega miðuð að einstaklingum með háskólamenntun á sviði líf-, raun- og lyfjavísinda eða verkfræði, segir í fréttatilkynningu.

Alvotech lauk nýlega 36 milljarða króna fjármögnum með erlendum fjárfestum og japanska lyfjafyrirtækið Fuji Pharma gerðist hluthafi í fyrirtækinu með sex milljarða króna fjárfestingu. Fyrirtækið er því vel fjármagnað og undirbúið fyrir áframhaldandi vöxt segir enn fremur í tilkynningu.

Alvotech vinnur að þróun og framleiðslu líftæknilyfja sem eru notuð til meðferðar á erfiðum sjúkdómum eins og t.d. og gigt, psoriasis og krabbameini.  Þróunar- og framleiðslusetur fyrirtækisins á Íslandi er búið fullkomnustu tækjum og búnaði og hefur fyrirtækið nú þegar fengið framleiðsluleyfi og gæðavottun. Hátæknisetrið er hluti af Vísindagörðum Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni og er um 13 þúsund fermetrar að stærð.

Lyfjafyrirtækið Alvotech ætlar að ráða 100 vísindamenn til starfa.
Lyfjafyrirtækið Alvotech ætlar að ráða 100 vísindamenn til starfa.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK