Hjörleifur bætir við sig í Sýn

Hjörleifur keypti í Sýn fyrir 5 milljónir og á nú …
Hjörleifur keypti í Sýn fyrir 5 milljónir og á nú 250 þúsund hluti. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hjörleifur Pálsson, stjórnarformaður Sýnar, hefur keypt 150 þúsund hluti í félaginu fyrir samtals rétt rúmlega 5 milljónir. Með þessum viðskiptum er heildareign hans í félaginu komin upp í 250 þúsund hluti, en hann keypti 100 þúsund hluti í fyrra.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar, vegna viðskipta fruminnherja, kemur fram að viðskiptin hafi farið fram á genginu 33,775 krónur á hlut. Þegar Hjörleifur keypti bréfin í fyrra var gengið 60,7 krónur á hlut og keypti hann bréfin 100 þúsund á samtals 6 milljónir. Sú eign hans hefur því tæplega helmingast á tæplega níu mánuðum.

Hjörleifur settist fyrst í stjórn Sýnar árið 2013. Hann tók við sem stjórnarformaður, en árið 2014 tók Heiðar Guðjónsson við sem formaður stjórnar. Hjörleifur tók svo aftur við formennskusætinu þegar Heiðar tók við sem forstjóri félagsins fyrr á þessu ári.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK