Jón Viðar nýr rekstrarstjóri N1

Jón Viðar Stefánsson er nýr rekstrarstjóri þjónustustöðva N1. Rekstrarstjóri þjónustustöðva …
Jón Viðar Stefánsson er nýr rekstrarstjóri þjónustustöðva N1. Rekstrarstjóri þjónustustöðva ber fyrst og fremst ábyrgð á daglegum rekstri þjónustustöðva N1 um land allt. Ljósmynd/Aðsend

Jón Viðar Stefánsson er nýr rekstrarstjóri þjónustustöðva N1. Hann segir miklar breytingar vera að eiga sér stað í neysluhegðun og það sé sérstaklega áberandi hjá yngri kynslóðunum.

Haft er eftir Jóni í tilkynningu frá N1, að ungir neytendur hugsi öðruvísi um tíma sinn, heilsu og næringu og vilji auk þess geta notað tækni við ákvarðanatöku. Þetta sé skemmtilegt og krefjandi verkefni.

Jón segir ljóst að eftirspurn eftir hefðbundnu eldsneyti muni minnka á komandi árum og þannig muni hlutverk þjónustustöðva breytast. Þær verði þó áfram í alfaraleið og þjónusti þá sem eru á ferðinni.

Jón Viðar hefur víðtæka reynslu úr viðskiptalífinu, m.a. hjá hjá Húsasmiðjunni og Coca Cola á Íslandi.

 „Við verðum að vera á tánum til að dragast ekki aftur úr. Neytendur framtíðarinnar munu sjá til þess. Ég sé strax á fyrstu vikum mínum hér að umhverfismál eru stjórnendum og starfsmönnum N1 ofarlega í huga. Plastpokum hefur verið skipt út fyrir maíspoka, sorp er flokkað, þjónustustöðvarnar uppfylla alþjóðlega umhverfisstaðla, flug og keyrsla eru kolefnisjöfnuð, dregið hefur verið markvisst úr notkun pappírs og í sumar verður eingöngu tekið við reikningum á rafrænu formi. Samfélagsleg ábyrgð er grunnurinn og þannig höldumst við í hendur við grænar hugsanir Íslendinga og eigum þannig samleið til framtíðar,“ segir Jón Viðar í tilkynningunni.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK