Jamie‘s Italian gjaldþrota

Jamie Oliver hefur rekið staðina í rúmlega einn áratug.
Jamie Oliver hefur rekið staðina í rúmlega einn áratug.

Jamie‘s Italian, veitingahúsakeðja breska stjörnukokksins Jamie Olivers, hefur verið úrskurðuð gjaldþrota auk veitingastaðanna Fifteen og Barbecoa, sem einnig voru í eigu kokksins. Jamie‘s Italian-staðirnir eru samtals 23 talsins og starfa um eitt þúsund og þrjú hundruð á stöðunum.

Gjaldþrotið hefur þó ekki áhrif á Jamie‘s Italian-veitingastaði utan Bretlands, undir merkjum Jamie Oliveri International, en einn slíkur staður er rekinn hér á landi. Agnar Fjeldsted, einn af eigendum staðarins í Pósthússtræti, segir í samtali við mbl.is að staðurinn verði áfram rekinn með hefðbundnu sniði.

Haft er eftir Jamie Oliver í breskum miðlum að hann sé sorgmæddur vegna þessarar niðurstöðu, en að hann vilji þakka öllu starfsfólki og birgjum fyrir að hafa byggt upp staðinn frá 2008 þegar fyrsti staðurinn var stofnaður.

Agnar keypti veitingastaðinn á Íslandi í apríl ásamt þeim Tómasi Kristjánssyni, Sigrúnu Guðmundsdóttur, Inga Þór Ingólfssyni og Sigtryggi Gunnarssyni. Áður höfðu eigendur veitingastaðanna Burro, Pablo discobar og Miami átt staðinn í rúmlega hálft ár, en það eru Gunnsteinn Helgi Maríusson og Róbert Óskar Sigurvaldason.

Agnar segir að gjaldþrotið úti snú aðeins að stöðunum í Bretlandi og aðrir staðir muni halda áfram eins og áður. Segir hann að núverandi eigendur vilji reka staðinn með hefðbundnu sniði, en að einhverjar breytingar á matseðli verði skoðaðar með tíð og tíma.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK