Sóknarfæri í Kasakstan

Kasakar vilja skipta út kolum fyrir jarðvarma til hitunar
Kasakar vilja skipta út kolum fyrir jarðvarma til hitunar AFP

Stjórnvöld í Kasakstan leita nú leiða til þess að nýta í auknum mæli jarðvarma til hitunar og raforkuframleiðslu. Er þetta liður í að færa orkuframleiðslu landsins yfir í umhverfisvænni farveg.

Stefna stjórnvöld að því að hlutfall grænnar raforku af heildarframleiðslu aukist um 10% til ársins 2030 og um 50% til ársins 2050. Benda rannsóknir vatnafræðistofnunar Kasakstans til þess að jarðvarmalindir sé að finna í um 40% af landinu og að hitastigið sé á bilinu 70 til 160 gráður.

Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri, var í Kasakstan í síðustu viku til þess að kynna jarðvarmamál fyrir þarlendum yfirvöldum á ráðstefnu um loftslagsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Hann segir mikil tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki í væntanlegri uppbyggingu í Kasakstan.

„Við eigum eftir að skilgreina nýtingarsvæði og útvista tilraunaverkefnum,“ hefur verið haft eftir Arman Satimov, ráðgjafa hjá samtökum raforkuframleiðenda í Kasakstan, í BNews fréttaveitunni. Bundnar eru miklar vonir við jarðvarma, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK