Skoða umhverfisvænar flugvélar

Hugmyndin að rafmagnsflugvélinni lítur svona út.
Hugmyndin að rafmagnsflugvélinni lítur svona út.

Fullltrúar frá skandinavíska flugfélaginu SAS og evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus undirrituðu í dag samkomulag um rannsóknarverkefni sem snýr að framleiðslu á umhverfisvænum flugvélum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Airbus.

Rannsóknarverkefnið snýr að framleiðslu á rafmagnsflugvélum og tengiltvinnflugvélum en samkomulagið var undirritað af Grazia Vittadini, tæknistjóra Airbus, og Göran Jansson, framkvæmdastjóra hjá SAS.

Rannsóknin mun hefjast í júní og mun standa til loka árs 2020.

Í fréttatilkynningunni kemur fram að markmið verkefnisins sé að öðlast betri skilning á þeim innviðum sem þarf til þess að láta framleiðslu og notkun á losunarfríum flugvélum ganga upp og hvaða tækifæri felast í slíkri framleiðslu. 

Flugvélar eyða í dag 80% minna af eldsneyti heldur en þær gerðu fyrir 50 árum síðan en þar sem áætlað er að flugumferð muni tvöfaldast á næstu 20 árum er lykilmarkmið flugiðnaðarins að takmarka áhrif útblásturs flugvéla á umhverfið. Markmið Airbus, SAS og flugvélaiðnaðarins í heild sinni, er að árið 2050 verði búið að draga úr kolefnislosun flugvéla um 50%.

Verða flugvélar framtíðarinnar losunarfríar?
Verða flugvélar framtíðarinnar losunarfríar? AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK