Samningur við Te & kaffi að renna út

Óvíst er hvort Te & kaffi rekur áfram kaffihús í verslunum Eymundsson líkt og verið hefur um árabil en samningur þess efnis er að renna út.

Ingimar Jónsson, forstjóri Pennans-Eymundssonar, staðfestir við mbl.is að samningurinn við Te & kaffi sé að renna út. Verið sé að skoða málið hjá fyrirtækinu og engin ákvörðun hafi verið tekin um áframhaldandi samstarf.

„Málið er í skoðun hjá okkur en við höfum enga ákvörðun tekið um framhaldið nema þá að það verða áfram kaffihús í verslunum okkar.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK