COS opnar dyr sínar á Hafnartorgi

Fjöldi fólks lagði leið sína í COS í hádeginu þegar …
Fjöldi fólks lagði leið sína í COS í hádeginu þegar verslunin opnaði á Hafnartorgi. Þetta er fyrsta COS verslunin sem opnar hér landi. mbl.is/Hari

Það var mikið um dýrðir á Hafnartorgi í hádeginu þegar fyrsta COS-verslunin á Íslandi opnaði dyr sínar. Opnunin var ekki auglýst sérstaklega og lítið var um að vera fyrir utan verslunina framan af degi en rétt áður en klukkan sló 12 hópaðist fólk saman fyrir utan verslunina.

Verslunin er við hliðina á H&M, en COS er einmitt í eigu H&M, sem rekur einnig Week­day og Monki svo ein­hverj­ar versl­an­ir séu nefnd­ar en þess­ar tvær síðar­nefndu voru opnaðar í gær í Smáralind.

Verslunarrýmið er á tveimur hæðum og er tæpir 600 fermetrar að stærð. Í tilkynningu frá COS segir að hönnun rýmisins fangi fagurfræðina sem COS aðhyllist með áherslu á notagildi og tímalausa en í senn nútímalega hönnun sem stórir sýningargluggar ramma inn.

COS hefur opnað á Hafnartorgi.
COS hefur opnað á Hafnartorgi. Ljósmynd/Aðsend

Haft er eftir Marie Honda, forstjóra COS, í tilkynningu að mikil ánægja ríki með opnunina í Reykjavík. „Við bindum vonir við að íslenskir viðskiptavinir okkar muni njóta þess að kynna sér hönnun okkar í þessu nýja rými í Reykjavík.“

Tískuunendur hafa beðið eftir opnun verslunarinnar með mikilli eftirvæntingu.
Tískuunendur hafa beðið eftir opnun verslunarinnar með mikilli eftirvæntingu. mbl.is/Hari

COS er alþjóðleg verslunarkeðja og var fyrsta verslunin opnuð í Bretlandi árið 2007. Verslanirnar eru nú tæplega 200 í 35 löndum í Evrópu, Asíu, Bandaríkjunum, Ástralíu og Mið-Austurlöndum.

Vor- og sumarlína COS verður fáanleg í versluninni hér á landi og boðið er upp á fatnað fyrir konur, herra og börn, sem sækja áhrif sín frá náttúruröflunum.

Sýningargluggarnir eru stórir svo flíkurnar fá að njóta sín sem …
Sýningargluggarnir eru stórir svo flíkurnar fá að njóta sín sem best. Ljósmynd/Aðsend
Verslunin er staðsett á Hafnartorgi, hliðina á H&M, nær Lækjartorgi.
Verslunin er staðsett á Hafnartorgi, hliðina á H&M, nær Lækjartorgi. mbl.is/Hari
Verslunin er fallega hönnið og prýða alls konar fallegir munir …
Verslunin er fallega hönnið og prýða alls konar fallegir munir báðar hæðirnar. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK