Airbus afhendir tólf þúsundustu vélina

A380. Langstærsta farþegaþota heims. Fullhlaðin vegur vélin 560 tonn.
A380. Langstærsta farþegaþota heims. Fullhlaðin vegur vélin 560 tonn. mbl.is/Airbus

Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur nú afhent tólf þúsund flugvélar til viðskiptavina sinna vítt og breitt um heiminn. Félagið fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir en það er í raun eini keppinautur Boeing á markaðnum með stærri farþegaþotur.

Meðal véla sem fyrirtækið framleiðir er hin gríðarstóra A380-breiðþota sem getur tekið á níunda hundrað farþega í hverri ferð. Og vélin er engin smásmíði. Fullhlaðin vegur hún nærri 590 tonn og á lengstu flugleiðunum brennir hún yfir 300 tonnum af eldsneyti.

Í gær tók japanska flugfélagið Al Nippon Airways fyrstu vél sína af þessari gerð í notkun en alls verða þær þrjár í flota þess. Þeim verður beint á leiðina milli Tókíó og Hawai. Snemma á þessu ári tilkynnti Airbus að félagið hygðist hætta framleiðslu þessarar risavélar, að því er segir í umfjöllun um Airbus í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK