Þjónustujöfnuður jákvæður um tæpa 30 milljarða

Heildartekjur af þjónustuútflutningi á fyrsta ársfjórðungi 2019 voru, samkvæmt bráðabirgðatölum, 131,7 milljarðar króna.

Heildarútgjöld vegna innfluttrar þjónustu voru 102,0 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 29,7 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi en var jákvæður um 36,6 milljarða á sama tíma árið áður, á gengi hvors árs. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands.

Á fyrsta ársfjórðungi 2019 stóð heildarverðmæti þjónustuútflutnings nánast í stað ef miðað er við sama tímabil árið áður, á gengi hvors árs. Útflutningstekjur af ferðaþjónustu voru 66,4 milljarðar og voru 7,6% hærri en á sama tíma árið áður. Tekjur af samgöngum og flutningum námu 38,5 milljörðum og lækkuðu um 14,4% miðað við sama tíma árið áður. Vegur þar þyngst samdráttur í tekjum af farþegaflutningum með flugi.

Hagstofan birtir nú í fyrsta skipti landaskiptingu ársfjórðungslegra þjónustuviðskipta. Verðmæti þjónustuútflutnings til Evrópu nam 63,9 milljörðum eða 48,5% af heildarverðmæti þjónustuútflutnings á fyrsta ársfjórðungi 2019. Þar af var 20,1 milljarður til Bretlands eða 15,3% af heildarverðmæti. Á sama tíma nam verðmæti þjónustuútflutnings til Bandaríkjanna 40,5 milljörðum eða 30,7% af heildarþjónustuútflutningi. 

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK