Tólf sagt upp hjá Heklu

Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu.
Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu. mbl.is/Styrmir Kári

Tólf starfsmönnum Heklu hefur verið sagt upp störfum vegna hagræðingar innan bílaumboðsins. 

„Þessi markaður sem við störfum á hefur verið erfiður síðustu mánuði,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, og bendir á að bílasala í landinu hafi dregist saman um yfir 30 prósent frá því á sama tíma í fyrra. Vísir greindi fyrst frá málinu. 

„Því miður eru ekki aðrir kostir í stöðunni þó að það sé erfitt að sjá á eftir góðu starfsfólki, fólki með reynslu og getu til þess að sinna sínum störfum en því miður er þetta staðan.“

Þeim sem sagt var upp hafa starfað á hinum ýmsu deildum fyrirtækisins.

Að sögn Friðberts eru flest fyrirtæki í landinu að leita leiða til að hagræða og takast á við þær aðstæður sem eru á markaðnum í dag. Hann segir óvissuna í kringum kjaraviðræður og gjaldþrot WOW air hafa haft sitt að segja varðandi dvínandi bílasölu.

Alls starfa um 140 manns hjá Heklu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK