Fasteignamat hækkar um 6,1%

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Heild­armat fast­eigna á Íslandi hækk­ar um 6,1% frá yf­ir­stand­andi ári og verður 9.047 millj­arðar króna. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Þjóðskrá Íslands en fast­eigna­mat henn­ar fyr­ir árið 2020 er birt í dag. 

Er þetta mun minni hækkun en varð milli áranna 2017 og 2018 þegar heildarmat fasteigna hækkaði um 12,8%. 

Fast­eigna­mat íbúðar­hús­næðis á land­inu öllu hækk­ar um 6% sam­an­lagt en 6,9% í til­felli at­vinnu­hús­næðis. Hækk­un fast­eigna­mats at­vinnu­hús­næðis á höfuðborg­ar­svæðinu verður 5,9% en 9,3% á lands­byggðinni. Matsverð íbúða í sér­býli hækkar um 6,6% á meðan fjölbýli hækkar um 5,3%.

Heild­arfa­st­eigna­mat á höfuðborg­ar­svæðinu hækk­ar um 5,3% seg­ir í til­kynn­ing­unni, um 9,8% á Suður­nesj­um, um 10,2% á Vest­ur­landi, 6,7% á Norður­landi vestra, 7,4% á Norður­landi eystra, 6,7% á Aust­ur­landi og um 8% á Suður­landi.

Fast­eigna­mat hækk­ar mest í Akranesi eða um 19,1%, um 14,7% í Vestmannaeyjum og um 14,2% í Reykjanesbæ.

Nýtt fast­eigna­mat tek­ur gildi 31. des­em­ber á þessu ári og gild­ir fyr­ir árið 2020.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK