Stella Artois hækkar um 59%

Verðið á Stella Artois hefur hækkað á ný.
Verðið á Stella Artois hefur hækkað á ný.

Verð á Stella Artois bjór í 33 cl flöskum hækkaði um rúmlega 59% nú um síðustu mánaðamót í Vínbúðunum, en flöskurnar kostuðu 219 krónur síðustu þrjá mánuðina þar á undan. Kosta flöskurnar núna 349 krónur.

Eins og sagði í frétt í Morgunblaðinu og mbl.is fyrr á árinu lækkaði verð vörunnar skyndilega um tæplega 40% 1. mars sl. Í kjölfarið fór bjórinn að rokseljast í Vínbúðunum, með þeim afleiðingum að flytja þurfti tugi gáma til landsins til að anna eftirspurn.

Verðlækkunin kom til vegna svokallaðs verðboðs, þegar heildverslunin Costco gerði tilraun til að fá umboð fyrir sölu á vörunni í Vínbúðunum. Fór svo að Vínnes bauð lægra, en samkvæmt reglum ÁTVR varð að festa tilboðsverðið í þrjá mánuði. Nú eru þeir þrír mánuðir liðnir, og varan því aftur orðin nær jafn dýr og áður og ekki verður efnt að nýju til verðboðs fyrr en 12 mánuðum frá hinu síðasta.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK